3. flokkur GRV Íslandsmeistarar
GRV hampaði Íslandsmeistaratitlinum í innanhússknattspyrnu um helgina í 3. flokki kvenna en GRV lék til úrslita við Breiðablik og sigraði 4-0 í þeirri viðureign. Mótið fór fram í Austurbergi í Reykjavík. Sannarlega glæsilegur árangur hjá GRV en 4. flokkur kvenna hafnaði í 7. sæti á mótinu og var leikið í Mosfellsbæ og 5. flokkur drengja hjá R/V hafnaði í 6. sæti á Íslandsmótinu þar sem leikið var á heimavelli Fylkis í Árbænum.
Mynd: Þráinn Maríusson
Mynd: Þráinn Maríusson