Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

3. deild: Víðir og Þróttur með örugga sigra
Föstudagur 3. júní 2011 kl. 15:02

3. deild: Víðir og Þróttur með örugga sigra

Eftir þrjá leiki eru Víðsmenn í öðru sæti A-riðils í 3. deild karla í knattspyrnu eftir 1-5 útisigur á KFG í gærkvöldi. Markaskorarar Víðis í leiknum voru þeir: Gunnar Hilmar Kristinsson, Ólafur Ívar Jónsson, Björn Bergmann Vilhjálmsson, Eiríkur Viljar Kúld og Atli Hólmbergsson.

Þróttarar úr Vogum gerðu enn betur og skoruðu 8 mörk en það sem af er móti hafði Þrótturum ekki tekist að komast á blað. Þeir höfðu 8-1 sigur á liði Stál-úlfs en leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli á miðvikudagskvöld. Markaskorara hjá Þrótti voru þeir: Jón Aðalgeir Ólafsson, Þórir Rafn Hauksson og Þorfinnur Gunnlaugsson allir með tvö mörk. Sveinn Þór Steingrímsson og Goran Lukic gerðu svo sitt markið hvor. Þróttarar sitja í 5. sæti eftir þrjá leiki.

Staðan í 3. deild A-riðli


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024