28 ára Hollendingur til reynslu hjá Grindavík
Hollendingurinn Dion Esajas er staddur í Grindavík þessa dagana og æfir með knattspyrnuliði félagsins en hann er 28 ára gamall og var fenginn til Grindavíkur á reynslu. Dion hefur m.a. leikið með Volendam, Haarlem, Zwolle og Paderborn en hann á einnig nokkra leiki með yngri landsliðum Hollands.
Dion verður með Grindavík í kvöld þegar gulir mæta Njarðvíkingum í Reykjaneshöll kl. 18:45. Þá hefur samkomulag náðst við þrjá aðra erlenda leikmenn sem eru væntanlegir til Grindavíkur í apríl.