Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

25 stiga sigur hjá Njarðvík
Mánudagur 25. október 2010 kl. 13:21

25 stiga sigur hjá Njarðvík


Njarðvíkurstúlkur unnu 25 stiga sigur á Haukum þegar liðin áttust við í Iceland Express deild kvenna í gær. Leikurinn fór fram á Ásvöllum.
Njarðvík hafði undirtökin í leiknum frá upphafi þó Haukastúlkur væru aldrei langt undan í fyrri hálffleik. Staðan í hálfleik var 38-35 fyrir Njarðvík. Njarðvík tók öll völd á vellinum í seinni hálfleik og skoraði 16 stig á meðan Haukar skoruðu aðeins tvö. Haukar áttu engin svör við stórleik gestanna og var úr þeim allur vindur í síðasta leikhlutanum þegar þær skoruðu aðeins átta stig á móti 19 stigum Njarðvíkurstúlkna.

Hjá Njarðvík var Dita Liepkalne með 23 stig. Shayla Fields skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 13 stig.

Mynd/www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024