Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

23 fulltrúar af Suðurnesjum hjá yngri landsliðum
Föstudagur 4. mars 2011 kl. 13:27

23 fulltrúar af Suðurnesjum hjá yngri landsliðum

Búið er að velja lokahópa þeirra yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamóti yngri landsliða í byrjun júní en þjálfararnir tilkynntu leikmönnum sínum valið í gær. Keflvíkingar eiga 10 leikmenn í liðum stúlkna og Njarðvíkingar 5. Hjá strákunum eiga Njarðvíkingar fjóra fulltrúa og Grindvíkingar einn. Njarðvíkingar eiga einnig tvo þjálfara í hópunum þau Einar Árna Jóhannsson og Margréti Sturlaugsdóttur og Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson þjálfar lið U 18 kvenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ísland sendir að venju fjögur lið til keppni, U16 ára lið drengja og stúlkna og U18 ára lið karla og kvenna. Leikið er í Solna í Svíþjóð líkt og undanfarin ár og fer keppni fram dagana 1. til 5. júní. Hér að neðan má sjá ungmennin af Suðurnesjunum sem keppa fyrir hönd Íslands í sumar og hópana í heild hér á kki.is.

U 16 stúlkur
Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Thelma Hrund Tryggvdóttir · Keflavík
Ingunn Embla Kristínardóttir · Keflavík
Katrín Fríða Jóhannsdóttir · Keflavík
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Njarðvík
Aníta Carter Kristmundsdóttir · Njarðvík
Andrea Björt Ólafsdóttir · Njarðvík

Þjálfari: Margrét Sturlaugsdóttir Njarðvík

U 16 drengir
Brynjar Þór Guðnason · Njarðvík
Maciej Baginski · Njarðvík


U 18 kvenna
Aníta Eva Viðarsdóttir · Keflavík
Árný Sif Kristínardóttir · Keflavík
Lovísa Falsdóttir · Keflavík
Telma Lind Ásgeirsdóttir · Keflavík
Eva Rós Guðmundsdóttir · Keflavík
Árnína Lena Rúnarsdóttir · Njarðvík
Ína María Einarsdóttir · Njarðvík

Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson Keflavík


U 18 karlar
Oddur Birnir Pétursson · UMFN
Sigurður Dagur Sturluson · UMFN
Jens Valgeir Óskarsson · Grindavík
Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson Njarðvík

[email protected]