Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

22 körfuboltamenn frá Suðurnesjum til Solna
Þriðjudagur 28. febrúar 2012 kl. 10:26

22 körfuboltamenn frá Suðurnesjum til Solna



Búið er að velja og tilkynna landsliðshópa U16 og U18 ára liða Íslands í körfubolta en framundan er Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð í maí. Fjölmargir Suðurnesjafulltrúar eru í hópunum eins og venja er en hér að neðan má sjá nöfn þeirra.

Undir 18 ára lið kvenna:

Andrea Björt Ólafsdóttir · Njarðvík, 176 cm · framherji/miðvörður
Aníta Carter · Njarðvík, 165 cm · bakvörður
Aníta Eva Viðarsdóttir · Keflavík 168 cm · bakvörður
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir · Grindavík, 167 cm · bakvörður/framherji
Ingunn Embla Kristínardóttir · Keflavík, 177 cm · bakvörður/framherji
Lovísa Falsdóttir · Keflavík, 168 cm · bakvörður/framherji


Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson

Undir 18 ára lið karla:

Elvar Már Friðriksson · Njarðvík, 182 cm · bakvörður
Jens Valgeir Óskarsson · 206 cm, Njarðvík · miðherji
Maciej Stanislav Baginski · Njarðvík, 192 cm · bakvörður
Sigurður Dagur Sturluson · Njarðvík, 186 cm · bakvörður
Valur Orri Valsson · Keflavík, 182 cm · bakvörður


Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson

Undir 16 ára lið stúlkna:

Bríet Sif Hinriksdóttir · Keflavík, 173 cm · bakvörður/framherji
Elínora Guðlaug Einarsdóttir · Keflavík, 170 cm · bakvörður
Guðbjörg Ósk Einarsdóttir · Njarðvík, 164 cm · bakvörður
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Njarðvík, 172 cm · bakvörður
Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík, 180 cm · framherji/miðherji
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík, 181 cm · bakvörður/framherji


Undir 16 ára lið drengja:


Hilmir Kristjánsson · Grindavík, 192 cm · framherji
Jón Axel Guðmundsson · Grindavík, 189 cm · bakvörður/framherji
Kristinn Pálsson · Njarðvík, 190 cm · framherji


Myndir/VF: Að ofan má sjá Elvar Friðriksson og Val Orra Valsson sem hafa verið öflugir með meistaraflokkum UMFN og Keflavík í vetur og á neðri myndunum má sjá Grindvíkinginn Ingibjörgu Yrsu og loks Söru Rún sem hefur verið Keflvíkingum mikilvæg í vetur þrátt fyrir ungan aldur.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024