Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

214 Íslandsmeistarar frá Reykjanesbæ
Miðvikudagur 4. janúar 2012 kl. 16:35

214 Íslandsmeistarar frá Reykjanesbæ



214 einstaklingar urðu Íslandsmeistarar innan aðildarfélag ÍRB árið 2011. Íslandsmeistaratitlar unnust í 9 íþróttagreinum hjá 5 íþróttarfélögum á árinu.

Hjá Njarðvík áttu fjórar deildir íslandsmeistara og hjá Keflavík áttu fjórar deildir íslandsmeistara.

Þá áttu AIFS, Máni og Nes einnig Íslandsmeistara þetta árið. Flestir urðu íslandsmeistarar í Körfuknattleik eða 93, og í sundi urðu 48 einstaklingar íslandsmeistarar. Sú deild eða félag sem átti flesta Íslandsmeistara var körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en þar urðu 65 einstaklingar íslandsmeistarar og það ótrúlega gerðist í ár að Keflavík vann alla íslandsmeistaratitla í körfuknattleik sem í boði voru. Þetta er í raun ótrúlegur árangur.

Skipting á milli kynja er þannig, að af 213 Íslandsmeisturum voru 108 drengir/karlar og 106 stúlkur/konur. Jafnara verður þetta varla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndasafn frá verlaunaafhendingu á gamlársdag má sjá með því að smella hér

Íþróttamenn íþróttagreina í Reykjanesbæ 2011:


Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2011 - Júlíus Ævarsson:  Bikarmeistari í Rallykross. 5. sæti í íslandsmótinu í Rallycorss, einni fjölmennustu grein í islensku mótorsporti

Júdómaður Reykjanesbæjar 2011 –Björn Lúkas Haraldsson:  Björn var tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga í Judo. Á þessu keppnistímabili hefur hann unnið öll mót í sínum aldursflokki og er tvöfaldur Norðurlandameistari unglinga í júdó. Vann tvo Íslandsmeistaratitla í brazilian jiu-jitsu

Badmintonmaður Reykjanesbæjar 2011 - Ísabella Kjartansdóttir: Vann til gullverðlauna í tvíliða í Byrjendamóti badmintondeildar Keflavíkur sem haldið var í byrjun vetrar. Við lok tímabilsins í vor var Ísabella valin besti spilarinn og fékk líka bikar fyrir bestu mætingu í yngi flokknum.

Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2011 - Heiðrún Rós Þórðardóttir: Í byrjun árs sl. fór hún í danskan fimleikaskóla, Ollerup. Með skólaliðinu varð hún bæði danmerkur og norðurlandameistari í Mix-líða flokki, sem er blandað lið kynja. Nú er stefnan sett á að fara með liðinu á Evrópumót næsta haust.

Handboltamaður Reykjanesbæjar 2011 - Arnþór Ingi Ingvason: Arnþór er á yngra árinu í 4 flokki (fæddur 1997)og hefur einungis æft handbolta í rúmlega tvö ár en er strax orðinn einn af máttarstólpunum í 4 flokki félagsins sem er að gera fína hluti í íslandsmótinu.

Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2011 - Jóhanna Margrét Snorradóttir: Sigraði unglingaflokk á Landsmóti Hestamanna á Vindheimamelum. Suðurlandsmeistari í fjórgangi og fimmgangi unglinga. Íslandsmót 1. sæti í fimmgangi unglinga og 3. sæti í fjórgangi unglinga

Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2011 – Arnar Már Ingibjörnsson: Íslandsmeistari í Boccia

Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2011 – Ómar Jóhannsson: Ómar átti frábært tímabil í marki Keflavíkur síðasta sumar. Besti leikmaður mfl karla árið 2011. Ómar var í 5 sæti í einkunnargjöf Fréttablaðisins fyrir sumarið 2011.

Kylfingur Reykjanesbæjar 2011 - Karen Guðnadóttir: Klúbbmeistari GS árið 2011. 10.sæti á Eimskipsmótaröð kvennkylfinga. 3.sæti í síðasta Eimskipsmótaröð kvenna á Urriðavelli


Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2011 - Pálína María Gunnlaugsdóttir: 
Íslands- og bikarmeistari með mfl. Kvenna hjá Keflavík, valin í 5 manna úrvalslið Icelandexpressdeildar kvenna fyrir síðasta tímabil. Valin besti leikmaður Keflavíkur í mlf. Kvenna á síðasta tímabili

Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2011 - Steinar Freyr Hafsteinsson: Íslandsmeistaramót í réttstöðu/opin flokkur. Bikarmót í kraftlyftingum/Kraftlyftingar. Fór sem fulltrúi Kraft og UMFN Massa á unglingamót í Noregi og var í öðru sæti í sínum flokk

Skotmaður Reykjanesbæjar 2011 - Jens Magnússon: 1. sæti Benchrest Riffilkúlugrein 22 Cal Mót í Maí. 1. sæti Benchrest Riffilkúlugrein 22 Cal Mót í September. Skipulagði næstum öll riffilmót sem voru á árinu sem og unnið að uppbyggingu deildarinnar. Er varamaður í stjórn Skotdeildarinnar

Sundmaður Reykjanesbæjar 2011 – Erla Dögg Haraldsdóttir: Íslandsmeistari í 50 m. bringusundi sem var Íslandsmet. Íslandsmeistari í 200 m. Flugsundi. Íslandsmeistari í 200 m. fjórsundi sem var Íslandsmet. Silfur í 100 m bringusundi, 200 m bringusundi og 200 m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. 2. sæti í 100 m. Bringusundi á ÍM-50 og 3. Sæti í 50 m. Flugsundi

Taekwondoomaður Reykjanesbæjar 2011 - Jón Steinar Brynjarsson: Íslandsmeistari unglinga hærri belti einstaklings í bardaga. Íslandsmeistari unglinga í liðakeppni í bardaga. Sigraði bikarmót í bardaga og var valinn besti keppandi unglinga í samanlögðu 2011. Var í 1. sæti í bardaga á Íslandsmóti og Bikarmóti Taekwondosambands Íslands (TKÍ) 4. sæti í formum í liðakeppni Ármanns. Var í 2. sæti í formum á bikarmóti TKÍ

Þríþrautarmaðurmaður Reykjanesbæjar 2011 – Klemenz Sæmundsson: Hálf ólympísk þríþraut, 23.sæti í heildarúrslitum. Hálfur járnkarl, 16.sæti í heildarúrslitum og í 6.sæti í aldursflokki. Klemenz hefur sinnt starfi sem þjálfari á hjólaæfingum sem og hlaupaæfingum að hluta. Hann hefur haldið fyrirlestra og veitt iðkendum og stjórn deildarinnar stuðning í máli og verki.

Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2011 - Jóhanna Margrét Snorradóttir

Kylfingur Reykjanesbæjar 2011 - Karen Guðnadóttir

Þríþrautarmaðurmaður Reykjanesbæjar 2011 – Klemenz Sæmundsson


Íþróttamaður Reykjanesbæjar, Pálína Gunnlaugsdóttir og Jóhann Magnússon formaður ÍRB