Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

200 manns á boxkvöldi í gömlu sundhöllinni í Keflavík
Arnar Þorsteinsson í viðureign sinni. Ljósmyndir: Róbert Elís Erlingsson.
Fimmtudagur 16. apríl 2015 kl. 11:32

200 manns á boxkvöldi í gömlu sundhöllinni í Keflavík

Hátt í 200 manns sóttu boxkvöld var haldið í gömlu sundhöllinni Keflavík sl. helgi. Mótið er fyrsta af mörgum sem Hnefaleikafélag Reykjaness kemur til með að halda, en ásamt Suðurnesjamönnum voru boxarar frá hnefaleikafélögum í Kópavogi, Hafnafirði, Reykjavík og frá Akranesi.

Alls fóru fimm Suðurnesjamenn í hringinn og fengu allir mikið lof fyrir frammistöðu sína. Arnar Þorsteinsson þótti standa mikið upp úr, en hann kom, sá og sigraði í sinni viðureign gegn þrautmiklum Róbert Bryde úr HFK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig þótti færni Tómasar Ólafssonar afar góð, þótt hann bæri ekki sigur úr býtum að þessu sinni í tæknilegri baráttu sinni undir lok kvölds. Margrét Guðrún Svavarsdóttir, ein skærasta og færasta hnefaleikakona landsins, fékk ekki bardaga að þessu sinni en steig þó upp í hringinn til að veita verðlaun fyrir boxara kvöldsins.

Margar stjörnur komu að úr bardagaheiminum en Gunnar Kolbeinn Kristinsson, atvinnuboxari landsins, var viðstaddur og Skúli Steinn Vilbergsson fór einnig á kostum sem kynnir.

Í lok kvöldsins var tilkynnt öllum til mikillar ánægju að lög AIBA um keppnir án höfuðhlífa hafa loks farið í gegn hér á landinu. Framvegis keppa allir yfir 19 ára í karlaflokki án höfuðbúnaðar og í stærri hönskum en áður hefur verið. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur dregið þessa ákvörðun á langinn en framvegis verður þessi íþrótt komin til að vera og skal því standast alþjóðlegar kröfur.

Fleiri myndir frá mótinu má sjá hér