20 stiga tap hjá Keflavík
Snæfell komst í gærkvöldi upp fyrir Keflavík á stigatöflunni í IE-deild karla í körfuknattleik. Snæfell þurfti ekki minna en 15 stiga sigur gegn Keflavík í gær til að takast þetta en þeir gerðu gott betur og sigruðu með 20 stiga mun, 106-86. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi.
Fyrri hálfleikur var jafn en eftir fyrsta leikhluta var Keflavík yfir, 29-24 og þar af hafði Gunnar Einarsson skorað 14 stig. Snæfell náði að jafna leikinn í stöðunni 38-38. Leikurinn var í járnum en Snæfellingar höfðu yfir í hálfleik 54-50.
Seinni hálfleikurinn byrjaði skringilega þar sem sem Keflvíkingar og skoruðu ekkert fyrstu 4 mínúturnar og Snæfell aðeins 4 stig. Keflvíkingar skoruðu þá sjö stig í röð og staðan orðin 58-57 fyrir Snæfell. Sean Burton tók þá af skarið fyrir Snæfell og setti niður þrjá þrista í röð. Staðan eftir þriðja leikhluta var 73-65 fyrir Snæfell.
Snæfellingar héldu sjó í fjórða leikhlutanum og náðu að halda Keflvíkingum í skefjum, voru yfirleitt með í kringum 10 stiga forskot. Að sama skapi voru hlutirnar ekki að ganga upp hjá Keflvíkingum og því fór sem fór.
Hjá Keflavík var Sigurður Þorsteins með 21 stig eins og Hörður Axel en Gunnar Einars skoraði 16 stig. Draelon Burn var ekki sannfærandi í leiknum en með 12 stig.
Sjá nánari umfjöllum á www.karfan.is
Mynd: www.karfan.is