2 METRA ÁSTRALI TIL GRINDAVÍKUR
Grindvíkingar eiga von á liðsstyrk fyrir úrslitakeppnina. Paul Denman heitir kappinn og er 23 ára Ástrali með breskt vegabréf.Þessi 205 cm. miðherji hefur leikið í efstu deild Ástralska boltans í vetur og er eftirsóttur af bandarískum háskólaliðum. „Leikmannahópur okkar er frekar lítill og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá okkur. Við ákváðum að leita okkur aðstoðar utan Evrópu. Paul styrkir vonandi leikmannahópinn og getur komið Páli Axeli til aðstoðar í teignum en mikið hefur mætt á Páli í vetur“ sagði Einar Einarsson í samtali við Víkurfréttir. Von er á kappanum á mánudagsmorgun.