Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 13. mars 2002 kl. 10:41

2 fyrir 1 og frítt fyrir skólabörn

Keflvíkingar spila við Hauka á föstudag í úrslitakeppni Epson-deildarinnar og vill stjórn liðsins leggja sitt af mörkum til að fylla húsið. Af því tilefni verður bæjarbúum gert gott tilboð á fyrsta leikinn í úrslitakeppninni.
Um er að ræða fjölskyldutilboð, nánar tiltekið 2 fyrir 1, þ.e. ef tveir fullorðnir mæta á leikinn, þurfa þeir aðeins að greiða fyrir einn. Þar utan er grunnskólabörnum í fylgd með fullorðnum boðið frítt á leikinn.
Með þessu móti þarf fjölskylda aðeins að greiða 800 kr. í aðgangseyri, sama hvað hún er stór! Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga



-
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024