Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

2.deild Reynir: Elvar Grétarsson tekinn við þjálfun
Mánudagur 4. ágúst 2008 kl. 11:14

2.deild Reynir: Elvar Grétarsson tekinn við þjálfun

Sandgerðingurinn Elvar Grétarsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks karla. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn er útileikur 9.ágúst á móti Magna Grenivík.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Elvar þjálfaði meistaraflokk Reynis 2001 og 2002 og hefur verið yfirþjálfari sameiginlegra yngri flokka hjá Reyni og Víði, þjálfað karlalið M.fl. Víðis og M.fl. GRV og Hauka í kvennaflokki.

Breyttur leikmannahópur

Leikmannahópur Reynis er töluvert breyttur í seinni hluta móts. Grindvíkingarnir Alexander Hafþórsson, Páll Guðmundsson og Þorfinnur Gunnlaugsson eru gengnir til liðs við Reyni.

Varnarmaðurinn Guðni Páll Viktorsson hefur yfirgefið Reyni og gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík.

 

Sandgerðingurinn Sigurður Bjarni Sigurðsson, markvörður, skipti á ný til Reynis eftir dvöl hjá liði Vals í Reykjavík.

Sigurður Bjarni er nokkuð reyndur markvörður sem auk hefur verið í Reyni, Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Val.

 

Heimild af heimasíðu Reynis.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25