Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

2-1 tap í Eyjum
Sunnudagur 21. ágúst 2011 kl. 17:08

2-1 tap í Eyjum

Keflvíkingar máttu sætta sig við 2-1 tap gegn Eyjamönnum nú fyrir skömmu en sigurmark Eyjamanna kom rúmum 5 mínútum fyrir leikslok eftir að Magnús Þórir Matthíasson hafði jafnað metin í byrjun síðari hálfleiks. Keflvíkingar töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð og eru áfram með 17 stig í 7. sæti.

Á 40. mínútu skoruðu heimamenn í ÍBV þegar Brynjar Gauti Guðjónsson skaut nokkuð föstu skoti niðri í vinstra hornið utan úr teig og Ómar Jóhannsson virtist vera búinn að verja boltann en boltinn lak yfir línuna.

Keflvíkingar jöfnuðu eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Varamaðurinn Sigurbergur Elísson, enn ein ungur leikmaður hjá Keflavík, lagði þá upp mark fyrir Magnús Þórir Matthíasson en afgreiðslan var víst einkar lagleg hjá Magnúsi.

Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga var í banni í dag og í hans stað kom hinn 18 ára Ásgrímur Rúnarsson inn í vörnina en Ásgrímur er stór og stæðilegur miðvörður sem hefur leikið vel með 2. flokki félagsins í ár og verið nokkrum sinnum í hóp hjá meistaraflokk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024