Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 19. júlí 2001 kl. 09:47

2-0 sigur Reynis á GG

Reynir og GG mættust í Sandgerði í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi.
Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Fyrsta mark leiksins var skorað þegar hálftími var liðinn af leiknum, Anton A.j. Stissi var þar á ferð og skoraði fallegt mark. Nokkrum mínútum fyrir leikslok tryggði Gunnar Davíð Gunnarsson sigurinn fyrir Reyni með sínu marki. Grindvíkingarnir töpuðu fyrir nágrönnunum í Njarðvík fyrir stuttu en GG er nú í 6. sæti í b-riðli. Reynir náði að skjótast upp fyrir Njarðvíkinga með sigri á GG en Njarðvíkingar eru í 3. sæti með 17 stig. Reynir S. er með þremur stigum meira í öðru sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024