Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

2. flokkur sigursæll í nýjum búningum
Miðvikudagur 18. júní 2014 kl. 15:42

2. flokkur sigursæll í nýjum búningum

Lið 2. flokks Keflavík/Njarðvík í fótbolta sigraði Hauka örugglega 0-5 í bikarleik á dögunum, en leikið var í Hafnarfirði. Það er einkar vel að verki staðið enda leika Haukar í A-riðli Íslandsmótsins en Keflavík/Njarðvík eru í B-rðili. Í næstu umferð bikarsins verða andstæðingarnir Fylkir/Elliði og fer sá leikur fram á Iðavöllum föstudaginn 27. júní.

Liðið lék síðan gegn Aftureldingu á Íslandsmótinu og þar unnu bæði A- og B-liðin. Hjá A-liðunum var aðeins gert eitt mark og það gerði Einar Þór Kjartansson með glæsilegu skoti af löngu færi. Það var meira fjör hjá B-liðinum en þar vann Keflavík/Njarðvík 6-3.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsti leikur hjá A-liðinu verður föstudaginn 20. júní gegn UÍA. Leikurinn verður á Njarðtaksvellinum kl. 20:00. Þriðjudaginn 24. júní er svo komið að næsta leik hjá B-liðinu en hann verður gegn Fjölni á Iðavöllum kl. 20:00.

Nýjir búningar hafa reynst vel.