2. deildin: Reynir og Víðir Jöfn að stigum
Reynir úr Sandgerði og Víðir úr Garði eru jöfn að stigum í 2. deild karla í knattspyrnu eftir leiki gærdagsins.
Reynir gerði jafntefli við ÍH í Hafnarfirði, 2-2, þar sem Guðmundur Gunnarsson og Stefán Örn Arnarsson skoruðu mörk Reynis á 82. og 84. mínútu.
Þá réðust úrslitin einnig á lokakaflanum hjá Víði, sem lagði Gróttu að velli, 3-2, á Garðsvelli. Slavisa Mitic og Haraldur Axel Einarsson komu Víði yfir en Grótta jafnaði fljótlega í bæði skiptin. Það var svo Marco Blagojevic sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.
Eins og áður sagði eru liðin jöfn að stigum í deildinni, bæði með 5 stig eftir 3 leiki, og eru saman í 4. - 5. sæti.
Mynd: fotbolti.net/Hörður Snævar Jónsson – Marteinn Guðjónsson, Reyni, sækir að Mikel Herrero Idigoras, ÍH, í gær.