Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

2. deildin: Njarðvík í annað sætið eftir seiglusigur
Sunnudagur 12. júlí 2009 kl. 09:13

2. deildin: Njarðvík í annað sætið eftir seiglusigur

Njarðvíkingar tylltu sér í annað sæti 2. Deildar karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Hött, 1-2, á Fellavelli á Héraði í gær.


Heimamenn komust yfir þegar Stefán Eyjólfsson skoraði úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Njarðvíkingar jöfnuðu svo, einnig með marki úr vítaspyrnu, þar sem Milos Tanasic var að verki og það var á lokasekúndum leiksins, þegar 95 mínútur voru komnar á vallarklukkuna, þegar Rafn Markús Vilbergsson skoraði sigurmark leiksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Njarðvík er því, eins og fyrr segir, í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, en Reynir frá Sandgerði er enn efst með 24 þrátt fyrir tap gegn ÍH/HV í síðustu viku. Víðir vann hins vegar í vikunni sinn fyrsta sigur í sumar en eru engu að síður enn í fallsæti með 7 stig.


Staðan í deildinni


Mynd/umfn.is – Njarðvíkingar fagna vel í leikslok