2. deild: Njarðvík á toppinn eftir sigur á Víði
Njarðvíkingar tylltu sér á topp 2. deildar karla í knattspyrnu með 1-0 sigri á Víði á Njarðtaksvellinum í kvöld.
Engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, sem einkenndist af mikilli baráttu, en heimamenn áttu þó skot í stöng sem var besta færi leiksins fram að leikhlé.
Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Kristinn Björnsson eina mark leiksins, en það var af dýrari gerðinni, beint úr aukaspyrnu og upp í markhornið.
Hart var barist það sem eftir lifði leiks þar sem Njarðvíkingar björguðu m.a. á línu, en héldu út og eru nú, sem fyrr segir, á toppnum með 32 stig, en Reynir og Grótta eru með 31. Bæði liðin eiga þó leik til góða á morgun og geta komist upp fyrir Njarðvíkinga á ný. Reynir tekur á móti Hetti á Sparisjóðsvellinum.
Staðan í deildinni
Mynd úr safni umfn.is