17. júní hlaup UMFN
Knattspyrnudeild Njarðvíkur ætlar að endurvekja 17. júní hlaup UMFN á þjóðhátíðardaginn eða n.k. miðvikudag. Hlaupið hefur verið við lýði með pásum frá því að Njarðvík fékk kaupstaðarréttindi árið 1977 og var þá hlaupið út í gamla Fitjanesti og aftur til baka og hefur þátttaka í hlaupinu hefur alltaf verið nokkuð góð.
Boðið uppá 1 km krakkahlaup og 5 km fyrir fullorðna. Hægt að skrá sig á www.hlaup.is boðið verður upp á grillaðar pylsur að með því að hlaupi loknu.
Hlaupið hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Stapanum að vanda, og komið í mark á sama stað. Tímataka verður í hlaupinu og munu allir sem skrá sig fá þátttökuskjal með hlaupatímanum og öðrum upplýsingum.