Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

14 Suðurnesjamenn til Kýpur
Þriðjudagur 19. maí 2009 kl. 13:51

14 Suðurnesjamenn til Kýpur

Sigurður Ingimundarsson, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, hefur valið tólf manna hóp sem fer á Smáþjóðaleikana á Kýpur sem hefjast í byjun næsta mánaðar. Alls eru 12 leikmenn í hópnum og eru átta Suðurnesjamenn sem munu taka þátt í verkefninu.

Hópurinn:
Páll Axel Vilbergsson - Grindavík
Þorleifur Ólafsson - Grindavík
Sigurður Þorsteinsson - Keflavík
Hörður Axel Vilhjálmsson - Keflavík
Jón Norðdal Hafsteinsson - Keflavík
Logi Gunnarsson - Njarðvík
Magnús Þór Gunnarsson - Njarðvík
Jóhann Ólafsson - Proveo Merlins Crailsheim
Fannar Ólafsson - KR
Fannar Helgason - Stjörnunni
Pavel Ermolinski - U.B. La Palma
Sigurður Þorvaldsson - Snæfelli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Henning Henningsson, landsliðsþjálfari kvenna hefur einnig tilkynnt sitt lið og þar voru sex Suðurnesjastúlkur valdar.

Hópurinn:
Helena Sverrisdóttir - Haukar/TCU
Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík
Íris Sverrisdóttir – Grindavík
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir – Haukar
Guðrún Ámundadóttir – KR
Petrúnella Skúladóttir – Grindavík
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík
María Ben Erlingsdóttir – Keflavík
Sigrún Ámundadóttir – KR
Signý Hermannsdóttir – Valur
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Haukar

VF-MYND/Hilmar Bragi: Fannar Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson eigast hér við í leik Keflavíkur og KR í vor. Þeir eru báðir í landsliðshópi karla í körfuknattleiks sem leikur í Kýpur á Smáþjóðaleikunum.