Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

14-0 spretturinn var lokatónninn hjá Snæfelli
Þriðjudagur 12. október 2010 kl. 08:53

14-0 spretturinn var lokatónninn hjá Snæfelli

Án efa leikur annarar umferðar Iceland express deildar karla. Gull og silfurlið Íslandsmótsins mættust en bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð þar sem Snæfell lagði Fjölni 102-97 og Keflavík sigraði ÍR 88-77.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ryan og Sean opnuðu leikinn með sínum þristinum hvor. Mikil þriggja stig skot fóru frá Snæfelli en Keflavík var að spila sterka svæðisvörn og uppskar að jafna 8-8 en leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta og rosalegur hraði í leiknum en Snæfell hafði skoraði fyrstu 17 stig sín úr þristum 2 vítum. Staðan var 25-21 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta fjórðung.

Snæfellingar komu sér í 9-10 stiga forystu strax í byrjun annars fjórðungs og héldu því framan af. Keflavík saxaði á forskotið undir lok leikhlutans og staðan var 46-41 í hálfleik. Hjá heimamönnum voru Ryan og Sean komnir með 13 stig hvor, Ryan með 6 fráköstum betur og Sean 4 stoðsendingum. Í Keflavíkurliðinu voru, Sigurður með 13/4 fráköst og Hörður Axel 12/4stoðs, atkvæðamestir.

Keflavík skoraði fyrstu 6 stigin í þriðja leikhluta og komust yfir 46-47. Snæfell hins vegar vaknaði við það og gerðu næstu 9 stig auk þess að Sigurður Þorsteinsson hjá Keflavík fékk sína fjórðu villu. Snæfellingar gerðu sig seka um lélegar sóknir aftur og aftur líkt og Keflavík sem náðu reyndar að laga sig til fyrr en Snæfell og drógu á þá 60-56 eftir að Snæfell hafði haft um 10 stiga forystu. Staðan eftir þriðja fjórðung var 67-63 fyrir Snæfelliga.

Leikurinn var mistækur hjá báðum liðum í byrjun fjórða hluta og var Snæfell sér í lagi að strögglast og gefa lélegar sendingar sem þeim tókst þó að laga og spýttu í lófana um miðjann leikhlutann þegar staðan var 70-67 og komust í 84-67 með hertri vörn og 10 stigum frá Sean þar á meðal sem var funheitur. Sigurði Þorsteins til tekna sem var Keflvíkinga bestur að hann spilaði með fjórar villur á bakinu nánast allann sinni hálfleikinn og var Snæfelli oft erfiður í teignum. Eftir þessa 14-0 innspýtingu Snæfells voru Keflvíkingar sigraðir og forskotið orðið of mikið púður til að eiga við. Snæfell sigraði svo 90-81 með glæstum lokaspretti.

Stigaskor liðanna:

Snæfell:
Sean Burton 29/6 stoð. Ryan Amoroso 20/12 frák. Pálmi Freyr 12/7 stoð. Nonni Mæju 9/14frák/7stoð. Emil Þór 7/6frák. Atli 6stig. Egill 3 stig. Lauris og Kristján 2 stig hvor. Sveinn Arnar 0.

Keflavík:
Sigurður Þorsteins 29/9frák. Hörður Axel 23/7frák/7stoðs. Gunnar Einars 14 stig. Þröstur Leó 7/7frák. Elentínus 6 stig. Jón Nordal 2/6frák. Sigurður Vignir, Kristján, Hafliði, Andri, Sigmar og Gunnar skoruðu ekki.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson.

Umfjöllun af Karfan.is:Símon B Hjaltalín.

VF-mynd/Sigurður Þorsteinsson var öflugur gegn Snæfelli.