Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

136 stiga leikur hjá Keflavík
Föstudagur 12. febrúar 2010 kl. 08:46

136 stiga leikur hjá Keflavík


Það er ekki oft sem 136 stig sjást skoruð í körfuboltaleik en áhorfendur á leik Keflavíkur og FSu urðu vitni að því í gærkvöldi þegar liðin mættust í IE-deild karla. FSu átti enga mögulega gegn ákveðnu liði Keflvíkinga sem ætluðu sér ekkert að vandmeta andstæðinga sína heldur gáfu allt í leikinn. Lokatölur urðu 136-96.
Keflvíkingar höfðu leikinn í hendi sér allt frá byrjun og voru fljótir að ná upp forskoti sem FSu hafði ekki möguleika á að vinna niður.
Stigaskorið dreifðist vel hjá Keflavíkurliðinu, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 24 stig, Draelon Burns og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20 stig hvor og Gunnar Einarsson 16 stig. Uruele Igbavboa skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd úr safni - Gunnar Einarsson