Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 14. október 2003 kl. 13:18

13 mótsmet ÍRB í sundi

Stór hópur sundmanna úr Reykjanesbæ eða u.þ.b 70 sundmenn fóru um sl. helgi til Vestannaeyja til keppni á Sprettsundsmóti ÍBV. Mót þetta var fyrsta verkefni vetrarins og voru sundmenn orðnir talsvert spenntir að fara byrja keppnisvertíðina. Spenningurinn gerði þessu sundfólki greinilega gott því lið ÍRB setti alls 13 mótsmet á mótinu og liðið vann til flestra verðlauna allra liða. Eitt íslandsmet leit dagsins ljós þegar stúlknasveit ÍRB sigraði í 4 x 50m fjórsundi og bætti í leiðinni gildandi íslandsmet í aldursflokknum 15 - 17 ára. Met þetta var reyndar eina íslandsmetið sem sett var á mótinu. Sveit ÍRB skipuðu Díana Ósk Halldórsdóttir, Helena Ósk Ívarsdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir og Þóra Björg Sigurþórsdóttir. Gamla metið var eigu sveitar Sundfélags Suðurnesja og var frá árinu 1993. Metið helst því áfram í eigu sundfólks úr Reykjanesbæ. Unga sundfólkið okkar stóð þó uppúr hvað árangur liðsins varðaði, þau voru í feiknastuði og bættu sig í nánast öllum greinum. Alls tóku 12 lið þátt í mótinu sem var mjög fjölmennt. Þar af var af eitt sterkt danskt félagslið sem mætti með sína elstu sundmenn sem urðu þó oftast að láta í minni pokann fyrir krafmiklum íslenskum sundmönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024