Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

12 Suðurnesjamenn í æfingahóp Sigurðar
Sunnudagur 25. júní 2006 kl. 23:43

12 Suðurnesjamenn í æfingahóp Sigurðar

Sigurður Ingimundarson, þjálfari A-landsliðs karla í körfuknattleik, hefur valið 24 manna æfingahóp liðsins fyrir þau verkefni sem framundan eru. Helmingur hópsins kemur frá liðum af Suðurnesjum eða 12 talsins.

Fyrir landsliðinu liggja nokkur mót í sumar og haust, Norðurlandamót, mót í Hollandi og á Írlandi og svo fer liðið í Evrópukeppnina í September.

Hópurinn er þannig skipaður:

Arnar Freyr Jónsson, Keflavík
Axel Kárason, Skallagrímur
Brenton Birmingham, Njarðvík
Brynjar Björnsson, KR
Egill Jónasson, Njarðvík
Fannar Freyr Helgason, IR
Fannar Ólafsson, KR
Friðrik Stefánsson, Njarðvík
Halldór Örn Halldórsson, Keflavík
Helgi Magnússon, Boncourt, Sviss
Hlynur Bæringsson, Woon! Aris, Hollandi
Hörður Vilhjálmsson, Fjölni
Jakob Sigurðarson, Bayer Leverkusen, Þýskalandi
Jóhann Ólafsson, Njarðvík
Jón Arnór Stefánsson, Capresa Napoli, Ítalíu
Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík
Logi Gunnarsson, Bayreuth, Þýskalandi
Magnús Gunnarsson, Keflavík
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Pavel Ermolinski, Unicaja Malaga, Spáni
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík
Sigurður Þorvaldsson, Snæfell
Þorleifur Ólafsson, Grindavík

www.kki.is 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024