1100 sæti á Keflavíkurvöll
Lokið hefur verið við að koma fyrir 1000 sætum á leikvöll Keflavíkur við Sunnubraut og rúmar völlurinn þá um 1100 manns í sæti. Það voru starfsmenn Hjalta Guðmundssonar sem tóku sér ekki nema dagstund að ljúka verkinu.
Á undanförnum tveimur árum hefur Knattspyrnudeildin og stuðningsmenn Keflavíkur gert átak í allri umgjörð liðsins, er þá átt við jafnt leikmenn og áhorfendur. Helstu verkefnin sem ráðist hefur verið í er stofnun Fjölskylduklúbbsins og Sportmanna til viðbótar við K-Klúbbinn sem lengi hefur verið ein helsta stoð og stytta deildarinnar. Gerð stórra auglýsingaveggja við enda leikvallarins hafa sett mikinn svip á völlinn og hafa leikmenn haft á orði að mun skemmtilegra sé að spila á vellinum, þetta þétti stemmninguna. Á þessum tveimur árum hefur áhorfendum fjölgað að meðaltali um rúm 25% á milli ára sem er glæsilegt.
Þá var ráðist í það í samráði við Reykjanesbæ að kaupa 1000 sæti af Laugardalsvelli þegar breytingar fóru þar í gang á haustmánuðum. Þessi breyting mun gjörbreyta allri aðstöðu áhorfenda á vellinum og auka stemmninguna og nálægð áhorfandans hvorn við annan og stefnt er að því að meðaltalsáhorf fari yfir 1000 manns á leik í sumar. Ásýnd vallarins hefur tekið algjörum stakkaskiptum með tilkomu sætanna og göngum við stoltari til leiks í Landsbankadeildunum í sumar. Þetta á ekki síður við um Evrópukeppnina þar sem nú verður leikið á heimavelli eftir að sætin komu og verður fyrsti leikurinn á móti Dungannon Swifts FC 17. júní kl. 17:00.
Knattspyrnudeildin vill færa öllum sem lögðu hönd á plóg við þetta verkefni sínar bestu þakkir: Jóhanni G. Kristinssyni vallarstjóra á Laugardalsvelli, Stefáni Bjarkasyni, bæjaryfirvöldum, starfsmönnum Hjalta Guðmundssonar, Verktakasambandinu, ÍAV og öðrum sem gætu gleymst.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Örvar Arason á Keflavíkurvelli þegar starfsmenn Hjalta Guðmundssonar unnu við að koma sætunum fyrir.
Á undanförnum tveimur árum hefur Knattspyrnudeildin og stuðningsmenn Keflavíkur gert átak í allri umgjörð liðsins, er þá átt við jafnt leikmenn og áhorfendur. Helstu verkefnin sem ráðist hefur verið í er stofnun Fjölskylduklúbbsins og Sportmanna til viðbótar við K-Klúbbinn sem lengi hefur verið ein helsta stoð og stytta deildarinnar. Gerð stórra auglýsingaveggja við enda leikvallarins hafa sett mikinn svip á völlinn og hafa leikmenn haft á orði að mun skemmtilegra sé að spila á vellinum, þetta þétti stemmninguna. Á þessum tveimur árum hefur áhorfendum fjölgað að meðaltali um rúm 25% á milli ára sem er glæsilegt.
Þá var ráðist í það í samráði við Reykjanesbæ að kaupa 1000 sæti af Laugardalsvelli þegar breytingar fóru þar í gang á haustmánuðum. Þessi breyting mun gjörbreyta allri aðstöðu áhorfenda á vellinum og auka stemmninguna og nálægð áhorfandans hvorn við annan og stefnt er að því að meðaltalsáhorf fari yfir 1000 manns á leik í sumar. Ásýnd vallarins hefur tekið algjörum stakkaskiptum með tilkomu sætanna og göngum við stoltari til leiks í Landsbankadeildunum í sumar. Þetta á ekki síður við um Evrópukeppnina þar sem nú verður leikið á heimavelli eftir að sætin komu og verður fyrsti leikurinn á móti Dungannon Swifts FC 17. júní kl. 17:00.
Knattspyrnudeildin vill færa öllum sem lögðu hönd á plóg við þetta verkefni sínar bestu þakkir: Jóhanni G. Kristinssyni vallarstjóra á Laugardalsvelli, Stefáni Bjarkasyni, bæjaryfirvöldum, starfsmönnum Hjalta Guðmundssonar, Verktakasambandinu, ÍAV og öðrum sem gætu gleymst.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Örvar Arason á Keflavíkurvelli þegar starfsmenn Hjalta Guðmundssonar unnu við að koma sætunum fyrir.