Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

10 ár frá afreki Arnar Ævars á St. Andrews
Föstudagur 23. maí 2008 kl. 09:58

10 ár frá afreki Arnar Ævars á St. Andrews

Í dag eru 10 ár liðin frá því að kylfingurinn Örn Ævar Hjartarson úr GS tók þátt í alþjóðlegu áhugamannamóti St. Andrews í Skotlandi og setti ótrúlegt vallarmet á "nýja vellinum" svonefnda, sem þó er orðinn 114 ára gamall. Óhætt er að segja að St. Andrews vellirnir séu miðdepillinn í golfíþróttinni enda einhver sögufrægasti staðurinn. Afrekið hjá Erni er því eftirtektarvert í meira lagi. Þetta kemur fram á golffréttamiðli Víkurfrétta, www.kylfingur.is
 
Suðurnesjamaðurinn lék þar 18 holur á 60 höggum, ellefu höggum undir pari, og bætti þannig um hálfrar aldar gamalt met um þrjú högg. Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja ætla að hittast í klúbbhúsinu í kvöld og minnst þessa afreks, en Örn Ævar er eini íslenski kylfingurinn sem á nafn sitt skráð á afrekslista þessa víðfræga vallar í St. Andrews.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024