1.200 börn leika í Nettómótinu um næstu helgi
Eitt stærsta körfuboltamót ársins fer fram um næstu helgi í Reykjanesbæ þegar Nettó-mótið..
Eitt stærsta körfuboltamót ársins fer fram um næstu helgi í Reykjanesbæ þegar Nettó-mótið fer fram. Þetta er í 23. sinn sem mótið fer fram og munum um 1200 börn leika í mótinu í ár.
19 félög hafa boðað þátttöku sína í mótinu og er það þremur félögum færra en á síðasta ári. Engu að síður eru fjölgun á keppnisliðum í mótinu en alls eru 194 keppnislið skráð til leiks sem er fjölgun um sex keppnislið frá metárinu 2011.
Það verður því líf og fjör í íþróttasölum Reykjanesbæjar um næstu helgi. Liðin sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2013 eru eftirfarandi:
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Haukar, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Reykdælir, Reynir, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Valur, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.