1. deild karla: Grindavík sækir Selfoss heim
2. deild karla: Njarðvík tekur á móti Aftureldingu
Leikið verður í 1. og 2. deild karla í kvöld þar sem að Grindavík og Njarðvík verða í eldlínunni.
Á Selfossi taka heimamenn á móti Grindvíkingum sem að unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð. Bæði lið eru með 3 stig eftir þrjár umferðir og sitja liðin í 8. og 9. sæti 1. deildar.
Í 2. deild karla tekur Njarðvík á móti Aftureldingu á Njarðtaksvellinum. Njarðvíkingar hafa byrjað leiktíðina vel og eru með 7 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan Afturelding lúrir í 6. sætinu með 4 stig og getur því náð Njarðvíkingum að stigum með sigri.
Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15