„Innviðirnir eru í molum“ - segir formaður Rauða krossins á Suðurnesjum
Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, segir atvikið á Keflavíkurflugvelli í dag, þar sem þotu Icelandair hlekktist á í lendingu, leiða hugann að því að innviðirnir eru í molum.
„Sjúkrahúsið væri ekki tilbúið til að taka á móti slíku atviki sem endaði illa um leið og látið er reka á reiðanum hvað varðar tvöföldun Reykjanesbrautar, sem er forsenda þess að unnt sé að halda uppi eðlilegu viðbragði. Held að við getum öll verið sammála um að við slíkt verði ekki búið og eðlileg krafa hlýtur að vera að þessum umræddum innviðum verði kippt í lag nú þegar,“ skrifar Hannes á Facebook nú í kvöld.