Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Fylgjumst grannt með gangi mála“
Fjallið Þorbjörn við Grindavík.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 26. janúar 2020 kl. 18:18

„Fylgjumst grannt með gangi mála“

„Bæjarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum, sem allir sitja í stjórn Almannavarna, voru ásamt öðrum lykilaðilum á fundi í Reykjavík fyrr í dag vegna þessa. Við fylgjumst grannt með gangi mála og fáum nýjar upplýsingar um leið og þær berast,“ skrifar Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbækjar, á fésbókina nú undir kvöld vegna fréttar um að Almannavarnir hafi virkjað óvissustig vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar vestan við Þorbjörn.

„Þangað til annað er tilkynnt er engin ástæða til annars en að vera róleg,“ segir bæjarstjóri að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024