Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Erum við yfirleitt í stakk búin fyrir alvarleg slys?“
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 7. febrúar 2020 kl. 20:39

„Erum við yfirleitt í stakk búin fyrir alvarleg slys?“

Guðbergur Reynisson, talsmaður Stopp-hópsins sem berst fyrir betri Reykjanesbraut veltir upp nokkrum spurningum í kjölfar atviksins á Keflavíkurflugvelli í dag þegar vél Icelandari með 166 manns um borð hlekktist á í lendingu

„Ég segi nú bara hvað ef? Ef hefði snjóað meðan þessi ósköp gengu yfir og 30 metra vindur á brautinni, þá hefði alveg eins Reykjanesbrautin geta lokast og hvernig komast þá allir þessir viðbragsaðilar og læknar til Reykjanesbæjar? Erum við yfirleitt í stakk búin fyrir alvarleg slys? Ég held við þurfum að fara að vakna? Allt sem hefur gengið á og það eru komnir 37 dagar af árinu. Við verðum að koma Sjúkrahúsinu og samgöngunum í lag og það strax!,“ skrifar Guðbergur Reynisson á fésbókarsíðu Stopp-hópsins.

Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024