Heklan
Heklan

Fréttir

„Einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir“
Eftir fundinn í stjórnarráðinu í morgun. Mynd af vef stjórnarráðsins.
Mánudagur 1. apríl 2019 kl. 12:55

„Einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir“

- segir forsætisráðherra eftir fund með forsvarsmönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í morgun til fundar í Stjórnarráðinu með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúum Reykjanessbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga, auk fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 
 
Farið var almennt yfir stöðu mála í kjölfar falls WOW air hf. á fundinum og mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega að viðbrögðum til skemmri og lengri tíma.
 
Á vef Stjórnarráðs Íslands er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra:
 
„Það er gott að finna hve sveitarfélög á Reykjanesi eru samhent í viðbrögðum sínum og á fundinum var m.a. rætt um mikilvægi þess að opinberar framkvæmdir sem gert er ráð fyrir á svæðinu og verkefni af hálfu hins opinbera haldi markvisst áfram. Í mínum huga er ekki síður mikilvægt að halda vel utan um fólkið, fjölskyldurnar og börnin sem þetta hefur áhrif á. Félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirbúa nú öll aðgerðir til að mæta auknu álagi á svæðinu. Við vorum einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir til skemmri og lengri tíma til að mæta þeirri stöðu sem upp er komin“.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25