Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir“
Eftir fundinn í stjórnarráðinu í morgun. Mynd af vef stjórnarráðsins.
Mánudagur 1. apríl 2019 kl. 12:55

„Einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir“

- segir forsætisráðherra eftir fund með forsvarsmönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í morgun til fundar í Stjórnarráðinu með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúum Reykjanessbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga, auk fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 
 
Farið var almennt yfir stöðu mála í kjölfar falls WOW air hf. á fundinum og mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni sameiginlega að viðbrögðum til skemmri og lengri tíma.
 
Á vef Stjórnarráðs Íslands er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra:
 
„Það er gott að finna hve sveitarfélög á Reykjanesi eru samhent í viðbrögðum sínum og á fundinum var m.a. rætt um mikilvægi þess að opinberar framkvæmdir sem gert er ráð fyrir á svæðinu og verkefni af hálfu hins opinbera haldi markvisst áfram. Í mínum huga er ekki síður mikilvægt að halda vel utan um fólkið, fjölskyldurnar og börnin sem þetta hefur áhrif á. Félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirbúa nú öll aðgerðir til að mæta auknu álagi á svæðinu. Við vorum einhuga um að finna uppbyggilegar lausnir til skemmri og lengri tíma til að mæta þeirri stöðu sem upp er komin“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024