„Blanda af reynslu og þekkingu í pólitík ásamt ferskleika“
Hallfríður Hólmgrímsdóttir leiðir M-listann í Grindavík.
Framboðslisti X-M í Grindavík við kosningar til sveitarstjórnar sem verða 14. maí nk. hefur verið lagður fram. Á listanum eru átta konur og sex karlmenn, blanda af reynslu og þekkingu í pólitík ásamt ferskleika, segir í kynningu.
„Það er gaman að vera fyrst í Grindavík til að tilkynna framboðslista sem lýsir kraftinum í okkar fólki. Á næstu vikum fram að kosningum munum við hefja málefnavinnu og funda með hagaðilum í Grindavík til að hlusta og heyra hvað virkilega brennur á fólkinu í bæjarfélaginu,“ segir jafnframt í kynningunni.
1. Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi.
2. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, húsmóðir.
3. Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður Sjóvá
4. Unnar Á Magnússon, vélsmiður.
5. Hulda Kristín Smáradóttir, stuðningsfulltrúi.
6. Páll Gíslason, verktaki.
7. Snædís Ósk Guðjónsdóttir, starfar með fötluðum einstaklingum.
8. Gerða Kristín Hammer, stuðningsfulltrúi.
9. Sigurjón Veigar Þórðarson, vélstjóri.
10. Steinberg Reynisson, verktaki
11. Auður Arna Guðfinnsdóttir, matráður.
12. Aníta Björk Sveinsdóttir, iðjuþjálfi.
13. Anton Ingi Rúnarsson, smiður og knattspyrnuþjálfari.
14. Ragna Fossádal, ellilífeyrisþegi.