1. maí 2024
1. maí 2024

Fréttir

„Auðvitað ekki allir á sama máli eins og við er að búast“
Það var góð mæting á íbúafundinn í Vogum í gærkvöldi. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 13:02

„Auðvitað ekki allir á sama máli eins og við er að búast“

Íbúafundir um sameiningu sveitarfélaganna Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar eru haldnir í þessari viku. Verkefnishópur um óformlegar sameiningarviðræður þessara sveitarfélaga boðar til íbúafundanna í því skyni að eiga samráð við íbúa varðandi mögulegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna, m.a. til þess að fá fram framtíðarsýn íbúa. Fyrsti fundurinn var í Sveitarfélaginu Vogum í gærkvöldi og var vel sóttur. Næsti fundur er í Samkomuhúsinu í Sandgerði í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20:00.

„Þetta var virkilega góður fundur og næstum húsfylli í Tjarnarsal í Vogum þar sem við fórum saman yfir verkefnið, tilgang þess og næstu skref. Megintilgangurinn með fundinum var auðvitað að draga fram áherslur bæjarbúa og eins og búast mátti við voru allskonar sjónarmið sem komu fram og auðvitað ekki allir á sama máli eins og við er að búast þegar umræða um sameiningar er annarsvegar. Það er nú einmitt tilgangurinn með svona fundum, að safna saman upplýsingum sem geta gefið einhverjar vísbendingar um hvert hugur íbúanna leitar og reyna að fanga hvað skiptir íbúana mestu mái.

Í kvöld er svo fundur í Suðurnesjabæ og það verður áhugavert að heyra hvað íbúar í Suðurnesbæ segja og ekki síður íbúar Reykjanesbæjar en þar verður haldinn íbúafundur um sama málefnefni á morgun,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum og formaður verkefnahóps, um könnunarviðræður um sameiningu á Suðurnesjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024