„Aftur heim“ hittist á Papas í Grindavík
Hópur Grindvíkinga sem tilheyra hópnum „Aftur heim“ hittist í morgun á veitingastaðnum Papas í Grindavík.
Líflegar umræður sköpuðust og var þetta helsta niðurstaða fundarins:
Óska eftir fundi með Innviða-, Dómsmála-, Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra.
Á þann fund langar hópnum einnig að bjóða þingmönum suðurkjördæmis.
- Á fundinum langar hópnum til að ræða mál tengd Framkvæmdanefnd sem tekur til starfa 1. júní 2024
- Fyrirkomulag og gildistími sértæks húsnæðisstuðnings fyrir Grindvíkinga
- Lengri frest en til áramóta á uppkaupum Fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðarhúsnæði.
- Betra samstarf við Almannavarnir Ríkisins
Óska eftir fundi með Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar.
- Þar langar hópnum að ræða framtíð Grindavíkurbæjar í samtali við kjörna bæjarfulltrúa.
Senda erindi til Þórkötlu varðandi þær eignir í Grindavík sem ekki hefur verið óskað eftir forkaupsrétti.
- Að Grindvíkingar sem áttu hús sem nú eru ónýt og sem eru í aðstæðum sem kalla á að þeir þurfi að finna sér annað húsnæði í Grindavík hafi möguleika á því að leigja/kaupa eign af Þórkötlu þó gildistími laganna sé enn gildur.
Gott hljóð var í fólki og voru lokunarpóstarnir talsvert ræddir og er það álit hópsins að kominn sé tími á að hætta með þá en talið er að það kosti um 100 milljónir að halda lokunarpóstunum gangandi. Einn fundarmanna lýsti því hvernig hann hefur stundum svarað þegar hann er spurður um kennitölu:
„321324-0000“ og viðkomandi flaug í gegnum lokunarpóstinn. Þetta dæmi sýnir fram á tilgangsleysið.