Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ytri skilyrði jákvæð fyrir álver í Helguvík - Norðurál vill klára verkefnið
Framkvæmdasvæðið í Helguvík.
Mánudagur 12. janúar 2015 kl. 11:54

Ytri skilyrði jákvæð fyrir álver í Helguvík - Norðurál vill klára verkefnið

Framkvæmdir stranda á skyldum orkufyrirtækja um orkuafhendingu.

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir í viðtali við Morgunblaðið að Norðurál hafi fullan hug á að klára verkefnið í Helguvík. Ytri skilyrði séu jákvæð, til dæmis hafi vextir verið lágir í mörg ár. Þó sé ekki sé komin niðurstaða í það hvernig Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja (nú HS orka) ætli að uppfylla skyldur sínar eftir að þau gerðu samning við Norðurál um orkuafhendingu árið 2007. Þangað til að það skýrist sé verkefnið í bið. 

Íslensku álverin sköpuðu meiri verðmæti á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs en sömu mánuði 2013. Ný framleiðsla og hækkandi álverð hluti skýringarinnar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024