Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirvofandi yfirvinnubanni aflýst
Fimmtudagur 10. júlí 2008 kl. 07:54

Yfirvofandi yfirvinnubanni aflýst

Mynd: Víðihlíð í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Í kjölfarið var yfirvofandi yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga aflýst. Það átti að hefjast kl.16:00 í dag.

Á Suðurnesjum hefði yfirvinnubannið komið sérstaklega illa niður á heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík, hand- og lyflækningadeild HSS svo eitthvað sé nefnt. Hjúkrunarfæðingar geta nú andað léttar sem og sjúklingar og aðstandendur þeirra.

Samningurinn hljóðar m.a. upp á 20.300 kr. hækkun á allar tölur í launatöflu. [email protected]