Yfirvinnubann á morgun?
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda áfram í dag. Boðað yfirvinnubann kemur til framkvæmda kl.16 á morgun hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.
Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri, biðja samfélagið og aðstandendur sjúklinga að sýna hjúkrunarfræðingum skilning í þessari kjarabaráttu.
Mikilvægt er að aðstandendur sjúklinga fylgist vel með og séu tilbúnir að aðstoða við umönnun ef til yfirvinnubanns kemur.
Viðtal við Þórunni og Bryndís var birt í síðasta tölublaði Víkurfrétta.