Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu
Yfirmannaskipti fóru fram hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í dag. Nýr yfirmaður Varnarliðsins er Robert S. McCkormick ofursti og tekur hann við starfinu af Noel G. Preston flotaforingja sem tekur við framkvæmdastjórastarfi á vegum Evrópudeildar Bandaríkjaflota í Napólí á Ítalíu.
Ræðumaður við athöfnina var Charles F. Wald hershöfðingi en hann er aðstoðaryfirmaður Evrópuherstjórnar Bandaríkjahers. Auk hans voru David Judd hershöfðingi, aðstoðaryfirmaður sameinuðu NATO herstjórnarinnar í Brunssum í Hollandi viðstaddi athöfnina svo og fulltrúar íslenskra og bandarískra stjórnvalda og erlendra ríkja, liðsmenn og starfsmenn Varnarliðsins og gestir.
Myndin: Frá yfirmannaskiptunum í dag. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.