Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu - hundurinn Lobo flytur frá Keflavík
Yfirmannaskipti voru við formlega athöfn á Keflavíkurflugvelli í morgun. Nýr yfirmaður varnarliðsins er John James Waickwicz flotaforingi sem tekur við af David Architzel flotaforingja sem hefur gegnt starfinu í tæp þrjú ár. David Architzel tekur nú við starfi yfirmanns öryggissviðs Bandaríkjaflota - U.S. Naval Safety Center - með aðsetur í Norfolk í Virginíuríki. Með honum flytur frá Íslandi eitt frægasta gæludýr síðasta árs, hundurinn Lobo. Lobo var leitað í nokkrar vikur eftir að David Architzel velti bifreið sinni á Nesjavallavegi og hundurinn hljóp hræddur á brott frá slysavettvangi.
Nýr yfirmaður varnarliðsins, John James Waickwicz flotaforingi, lauk námi í Háskóla Bandaríkjaflota - U.S. Naval Academy - árið 1974 og meistaragráðu í viðskiptafræði þremur árum síðar. Hann hóf feril sinn sem flugliðsforingi og þyrluflugmaður í Bandaríkjaflota. Hefur starfsvettvangur hans einkum verið á sviði eftirlits- björgunar- og kafbátaleitarflugs þ. á m. sem flugsveitarforingi og yfirmaður þyrluflugsveita Bandaríkjaflota á Atlantshafi. Auk þess var hann skipstjóri á þyrlumóður-og landgönguskipinu USS Nassau um hríð. Eiginkona hans er Eleanor Durham og eiga þau tvö börn að því er fram kemur í frétt frá Varnarliðinu í Keflavík.
Nýr yfirmaður varnarliðsins, John James Waickwicz flotaforingi, lauk námi í Háskóla Bandaríkjaflota - U.S. Naval Academy - árið 1974 og meistaragráðu í viðskiptafræði þremur árum síðar. Hann hóf feril sinn sem flugliðsforingi og þyrluflugmaður í Bandaríkjaflota. Hefur starfsvettvangur hans einkum verið á sviði eftirlits- björgunar- og kafbátaleitarflugs þ. á m. sem flugsveitarforingi og yfirmaður þyrluflugsveita Bandaríkjaflota á Atlantshafi. Auk þess var hann skipstjóri á þyrlumóður-og landgönguskipinu USS Nassau um hríð. Eiginkona hans er Eleanor Durham og eiga þau tvö börn að því er fram kemur í frétt frá Varnarliðinu í Keflavík.