Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu
Á morgun verða yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli en þá lætur John J. Waickwicz flotaforingi af störfum. Hann hefur gegnt starfinu í tæp þrjú ár. Við starfi hans tekur Noel G. Preston flotaforingi. Í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins segir að John J. Waickwicz hafi hlotið tignarhækkun og hafi verið falin stjórn aðalstöðva kafbátaleitar Bandaríkjaflota sem nýstofnaðar eru í San Diego í Kaliforníu.
Nýr yfirmaður varnarliðsins er Noel G. Preston flotaforingi lauk námi í líffræði við Suður-Kaliforníuháskóla árið 1970 og meistaragráðu í viðskiptafræði árið 1980. Preston hóf feril sinn sem flugliðsforingi og þyrluflugmaður í Bandaríkjaflota árið 1971 og starfaði í þyrluflugsveitum flotans til ársins 1979, en gekk þá til liðs við varalið flotans og hlaut frama sem flugsveitarforingi. Hann starfaði í fastaflotanum í Persaflóastríðinu og síðan 1996 hefur hann gegnt ýmsum stjórnunarstörfum á vegum Bandaríkjaflota, Evrópuherstjórnarinnar og varnarmálaráðuneytisins, einkum í tengslum við aðgerðir í Miðausturlöndum. Undanfarið hálft ár hefur hann starfað sem formaður herráðs Atlantshafsbandalagsins á sunnanverðu Atlantshafi í Lissabon. Eiginkona hans er Susan Preston og eiga þau tvö börn, segir í tilkynningu frá varnarliðinu.
Nýr yfirmaður varnarliðsins er Noel G. Preston flotaforingi lauk námi í líffræði við Suður-Kaliforníuháskóla árið 1970 og meistaragráðu í viðskiptafræði árið 1980. Preston hóf feril sinn sem flugliðsforingi og þyrluflugmaður í Bandaríkjaflota árið 1971 og starfaði í þyrluflugsveitum flotans til ársins 1979, en gekk þá til liðs við varalið flotans og hlaut frama sem flugsveitarforingi. Hann starfaði í fastaflotanum í Persaflóastríðinu og síðan 1996 hefur hann gegnt ýmsum stjórnunarstörfum á vegum Bandaríkjaflota, Evrópuherstjórnarinnar og varnarmálaráðuneytisins, einkum í tengslum við aðgerðir í Miðausturlöndum. Undanfarið hálft ár hefur hann starfað sem formaður herráðs Atlantshafsbandalagsins á sunnanverðu Atlantshafi í Lissabon. Eiginkona hans er Susan Preston og eiga þau tvö börn, segir í tilkynningu frá varnarliðinu.