Yfirlýsing N-listans í Garði
- vegna stöðu mála í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs.
Við undirritaðir bæjarfulltrúar N listans getum verið stolt af vinnu
okkar í þágu bæjarins síðan við komum að meirihlutastarfi þess á vordögum, við afar sérstakar aðstæður.
Í meirihlutasamstarfinu með L-listanum og Kolfinnu S. Magnúsdóttur var aldrei málefnalegur ágreiningur. Saman unnum við sem eitt að málefnum bæjarins og gerðum það vel. Margt hefur áunnist á þessum sjö mánuðum og höfum við leitast við að vera fagleg og lýðræðisleg í öllum okkar störfum í góðu samstarfi við hinar fjölmörgu nefndir á vegum bæjarins og þannig dreift ábyrgð á margar hendur.
Efst í huga er þakklæti til bæjarbúa og væntum við nánari samstarfs það sem eftir er af kjörtímabilinu.
Jónína Holm og Pálmi S. Guðmundsson, bæjarfulltrúar N listans.