Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirlýsing frá Læknafélagi Íslands
Miðvikudagur 11. desember 2002 kl. 10:06

Yfirlýsing frá Læknafélagi Íslands

Svo virðist sem læknadeilan sé aftur komin í hnút, en eins og Víkurfréttir greindu frá sl. mánudag eru einungis tveir læknar við störf á heislugælsu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Tveir læknar sem sagt höfðu upp störfum en voru búnir að ráða sig aftur til starfa mættu ekki til vinnu á mánudag. 'A fundi sem stjórn Læknafélags Íslands hélt í gær var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing:

Yfirlýsing varðandi þróun mála á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Því miður hafa mál þróast afar óheppilega á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hvað heilsugæslulækna varðar. Sú þróun var þegar hafin, er borgarafundur var haldinn í Keflavík f. rúmum þrem vikum, en hann leiddi til viðræðna heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fulltrúa Félags íslenskra heimilislækna um breytingar á starfskjörum heimilislækna. Viljayfirlýsingu ráðherrans í kjölfar þessara viðræðna var ætlað að skapa frið á starfsvettvangi heimilislækna og grundvöll fyrir þá lækna, sem horfið höfðu frá störfum sínum, til að hverfa að þeim að nýju. Um þetta voru aðilar sammála.

Svo virðist sem fulltrúar heilbrigðisstjórnarinnar á Suðurnesjum og í ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála hafi ekki verið einhuga í gjörðum sínum við að snúa málum til betri vegar og hinir fyrrnefndu haldið áfram iðju sinni við að reyra fastar þá hnúta, sem þeir hnýttu með ráðningu læknis með takmarkað lækningaleyfi og síðar annars, báða án tillits til laga um heilbrigðisþjónustu, sem um slíkar ráðningar eiga að gilda og án tillits til þeirra heildarhagsmuna, sem þeir áttu að verja fyrir hönd íbúa á Suðurnesjum.

Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) hefur verið tjáð,
-að fækka eigi heilsugæslulæknum á Suðurnesjum,
-að ekki eigi að ráða alla þá lækna til starfa, sem áður voru við störf á Heilsugæslustöð Suðurnesja,
-að þeim læknum, sem ráða eigi, hafi verið boðin lakari kjör, en þeir höfðu, þá er þeir hættu störfum skv. uppsögnum.

Í ljósi allra þessara atburða lýsir stjórn LÍ því yfir, að hún hefur fullan skilning á tregðu umræddra lækna við að ráða sig á viðkomandi heilsugæslustöð og styður viðleitni þeirra við að finna sér ný störf, þar sem vinnuumhverfi og viðmót stjórnenda virðast í heilbrigðara fari.

Í Kópavogi 10. desember 2002,
Stjórn Læknafélags Íslands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024