Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirlýsing frá forráðamönnum Reykjanesbæjar: Hefur Friðjón ekkert fylgst með umræðum?
Sunnudagur 19. september 2010 kl. 16:56

Yfirlýsing frá forráðamönnum Reykjanesbæjar: Hefur Friðjón ekkert fylgst með umræðum?

Yfirlýsing frá formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar og bæjarstjóra vegna umfjöllunar oddvita Samfylkingarinnar :

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, Friðjón Einarsson, hefur í viðtölum við fjölmiðla í dag greint frá því að honum hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaðan niðurskurð í rekstri Reykjanesbæjar og harmað að þurfa að heyra af þeim í fjölmiðlum.

Umfjöllun um fyrirhugaðan niðurskurð í framkvæmdum og rekstri hefur tvívegis verið í bæjarráði Reykjanesbæjar, bæði 9.september og 16.september, og sat umræddur Friðjón báða þessa fundi.

Þar hefur komið fram að búið sé að óska eftir við nefndi  og ráð sveitarfélagsins að lagðar séu fram hugmyndir til niðurskurðar. Ennfremur að búið sé að óska eftir að fjölmargir starfsmenn sveitarfélagsins leggi fram tillögur sem leiði til samdráttar í rekstri. Þá hefur verið greint frá því í bæjarráði að lækkun starfshlutfalls starfsmanna sem verið hefur í gildi allt síðasta ár og átti færast til fyrra horfs 1.október n.k. verði framlengt í samráði við starfsmenn og hugsanlega þurfi það nú að vera viðameira og ná til fleira starfsfólks en áður var.

Að sjálfsögðu verður hugað að möguleikum á sölu á hinum miklu eignum sem Reykjanesbær á, utan eigna sem tilheyra lögbundnum verkefnum sveitarfélagsins, s.s. Helguvíkurhöfn, atvinnulóðum í Helguvík, miklum skuldabréfaeignum, eignum í HS veitum o.fl.félögum. Á þetta benti reyndar umræddur Friðjón í viðtölum við fjölmiðla fyrr í dag þrátt fyrir að hann hafi fram til þessa ítrekað haldið því fram að Reykjanesbær væri eignarlaust sveitarfélag.

Yfirlýsingar oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag bera með sér að hann hafi ekkert fylgst með þeim umræðum sem fram hafa farið á fundum bæjarráðs Reykjanesbæjar á síðustu 2 vikum.

Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs
Árni Sigfússon, bæjarstjóri