Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Yfirlýsing foreldra varðandi útgáfu neyðarvegabréfs
Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 14:18

Yfirlýsing foreldra varðandi útgáfu neyðarvegabréfs

Víkurfréttir birtu í gær í vikulegu tölublaði sínu og hér á vf.is frétt þess efnis að ungabarn hefði verið afgreitt með vegabréf án viðurvistar foreldra. Foreldrarnir höfðu samband við Víkurfréttir vegna málsins og vildu koma eftirfarandi á framfæri:

„Okkur langar að taka fram að langamma barnsins sýndi skilríki við útgáfu vegabréfsins og einnig staðfestingu á lögheimili og við höfðum verið í sambandi við sýslumann og tollgæsluna í 2 daga fyrir brottför dóttur okkar frá Íslandi. Við gerðum þeim grein fyrir aðstæðum okkar, og var þetta álitið sem eðlilegt mál. Við sögðum þeim nafn barnsins, og hver væri að koma með það.

Það vildi svo til að frænka okkar sem vinnur í flugstöðini þekkti tollverði, sem og langamma barnsins. Því voru engar efasemdir á þeim grundvelli að barnið væri að fara út á fölskum forsendum.

Okkur langar að þakka tollgæsluni, sem og sýslumanni fyrir auðsýndan skilning og  aðstoð í þessu máli, og vonum við að þessi umfjöllun hafi ekki skaðað neinn.
Þess ber að geta að móðurbróðirinn þurfti ekki að sýna skilríki þar sem hann var ekki að fara með barnið úr landi heldur langamman, sem sótti einnig um vegabréf barnsins, og tók ábyrgð á þeim umsóknum og undirskriftum sem fóru fram.“


Vegna ofangreindrar yfirlýsingar vill blaðamaður taka fram að upphaflegu upplýsingarnar komu frá venslamönnum barnsins sem undruðu sig á skjótri afgreiðslu neyðarvegabréfsins. Ef einhver misskilningur er uppi um með hvaða hætti aðkoma málsaðila var í þessu máli þá er hann vonandi leiðréttur með þessari yfirlýsingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024