Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirlið orsök slyssins í gær
Laugardagur 4. júní 2005 kl. 16:49

Yfirlið orsök slyssins í gær

Konan sem hætt var komin í gær þegar hún ók bifreið sinni út í Keflavíkurhöfn hefur verið útskrifuð af spítala og heilsast vel. Sagði hún að liðið hefði yfir sig undir stýri og hafi hún því meðvitundarlaus ekið fram af bryggjunni.

Svo virðist sem að liðið hafi yfir konuna og hún ekið út í sjó, þegar flæða tók inn í bifreið hennar náði konan að opna bílstjóradyrnar og komst þannig út. Að sögn man hún ekkert eftir því að hafa ekið í sjóinn en segist hafa fyllst mikilli skelfingu þegar hún rankaði við sér í bílnum þar sem hann var að sökkva. Bifreiðin er mjög illa farin en mikið mildi var að konan skildi hafa komist heil frá slysinu.

VF-mynd/ Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024