Yfirheyrslur standa enn yfir
Yfirheyrslur standa enn yfir ungmennunum og karlmanninum á fimmtugsaldri sem voru handtekinn við komuna til Íslands þann 17. maí síðastliðinn.
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir í samtali við Víkurfréttir að rannsókn málsins standi enn yfir og að yfirheyrslum sé ekki lokið. Jóhann segir að töluvert samstarf sé á milli lögregluyfirvalda hér á landi og erlendis þegar svona mál koma upp.
Pilturinn, sem er tvítugur, ásamt stúlkunum þremur, sem eru allar undir lögaldri, eru ennþá í umsjón Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli en þau hafa gist á gistiheimili í Reykjanesbæ. Þau voru tekin með vegabréf sem ekki voru þeirra eigin en þau ásamt meintum fylgdarmanni voru á leiðinni frá London til Orlando í Bandaríkjunum.
VF-mynd: Atli Már Gylfason