Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirhershöfðingi NATO í Evrópu heimsótti Landhelgisgæsluna í Keflavík
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs LHG, Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, SACEUR Philip M. Breedlove, Auðunn F. Kristinsson, starfandi framkv.stjóri aðgerðasviðs LH
Fimmtudagur 11. september 2014 kl. 10:25

Yfirhershöfðingi NATO í Evrópu heimsótti Landhelgisgæsluna í Keflavík

Yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins(NATO) í Evrópu, SACEUR Philip M. Breedlove, herforingi kom í gær í heimsókn til Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðið í Keflavík. Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs og Auðunn F. Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs tóku á móti honum ásamt samstarfsmönnum.

Í heimsókninni var kynnt starfsemi Landhelgisgæslunnar, stjórnstöð NATO og LHG í Keflavík og helstu húsakynni sem notuð eru af þjóðum NATO sem koma til æfinga hér á landi eða sinna loftrýmisgæslu. Kom Breedlove til Landhelgisgæslunnar að loknum fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. Hélt hann af landi brott að lokinni heimsókn til Landhelgisgæslunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024