Yfirgefin bifreið úti í móa
				
				Vegfarandi tilkynnti um illa farna bifreið, utan vegar, skammt frá Höfnum s.l. laugardag. Bifreiðin var yfirgefin en hafði af ummerkjum að dæma, verið ekið á mikilli ferð í átt til Hafna og lent utan vegar. Síðar kom í ljós að bifreiðin var í eigu Mamma Mía og hafði veri tekin ófrjálsri hendi fyrir utan veitingahúsið. Málið er í rannsókn.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				