Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfirbugaður á flótta
Föstudagur 18. janúar 2008 kl. 09:51

Yfirbugaður á flótta

Lögregla handtók mann í gærkvöldi fyrir að aka bifreið án þess að hafa til þess réttindi. Þegar ökumaðurinn varð var við að lögregla sýndi honum áhuga ók hann upp í næsta skafl og reyndi að komast undan á hlaupum. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu þar sem lögreglumenn náðu honum fljótlega og mun hann eiga von á vænni sekt fyrir þetta uppátæki.

Þá hafði lögregla afskipti af manni sem ók vélsleða innanbæjar í Reykjanesbæ. Hann reyndist hjálmlaus og réttindalaus auk þess sem vélsleðinn var óskráður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024